fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Pressan

Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 22:00

Einræðisherrarnir Kim Jong-un og Vladímír Pútín þegar þeir hittust fyrir þremur árum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sendi Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, bréf nýlega þar sem hann lagði til að ríkin tengist nánari böndum.

Sky News segir að samkvæmt frétt norðurkóresku ríkisfréttastofunnar KCNA þá hafi Pútín stungið upp á að ríkin tvö vinni að því að auka samvinnu sína. Hafi Pútín skrifað að aukið samstarf ríkjanna muni verða til þess að auka öryggi og jafnvægi á Kóreuskaga og í norðaustanverðri Asíu.

Kim svaraði bréfi vinar síns í Moskvu og sagði að sögn að frá því að vinátta Rússlands og Norður-Kóreu hafi komist á í tengslum við sigurinn yfir Japan í síðari heimsstyrjöldinni hafi hún náð nýjum hæðum hvað varðar samvinnu þeirra og samstöðu. Hann sagði að sameiginlegar aðgerðir ríkjanna til að takast á við hótanir og ögranir „fjandsamlegra herja“ tengi þau sterkum böndum.

KCNA skilgreindi ekki hvað „fjandsamlegir herir“ eru en venjulega er þetta orðalag notað yfir Bandaríkin og bandamenn þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði
Pressan
Í gær

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum ráðunautur Obama varpar sprengju um ósigur demókrata – „Það felst ákveðin fyrirlitning í slíku, ómeðvituð fyrirlitning“

Fyrrum ráðunautur Obama varpar sprengju um ósigur demókrata – „Það felst ákveðin fyrirlitning í slíku, ómeðvituð fyrirlitning“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvenær dagsins er best að taka D-vítamín? – Þetta segja vísindin

Hvenær dagsins er best að taka D-vítamín? – Þetta segja vísindin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman