fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Pressan

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 20:30

Það gerir golfið erfiðara ef búið er að steypa í holurnar. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú herjar fjórða hitabylgja ársins á Frakkland með tilheyrandi þurrkum sem þóttu nú nægir áður. Það hefur vakið mikla reiði umhverfisverndarsinna og aðgerðarsinna að golfvellir eru að hluta undanþegnir banni við að vökvun.

Í 100 frönskum bæjum er skortur á drykkjarvatni og verður að flytja það til margra bæja í tankbílum.

Vegna þurrkanna og meðfylgjandi vatnsskorts hefur verið gripið til þess ráðs í stórum hluta landsins að banna fólki að vökva garða sína. En bannið nær ekki til golfvalla nema að hluta. Það má enn vökva þá að næturlagi en þó að hámarki með 30% þess vatnsmagns sem er venjulega notað.

Þetta hefur vakið mikla reiði umhverfisverndarsinna og aðgerðarsinna úr hreyfingunni Extinction Rebellion sem gripu nýlega til aðgerða á golfvöllum í VieilleToulouse og Blagnac að sögn BBC.

Þeir fylltu holurnar á golfvöllunum með steypu til að mótmæla því að enn megi vökva vellina nú í miðjum þurrkum. Þurrkum sem veðurstofa landsins segir þá verstu síðan byrjað var að mæla þurrka 1958.

Gerard Rougier, talsmaður franska golfsambandsins, sagði að sögn BBC að vellirnir komist ekki í gegnum þrjá daga án vatns. „Golfvöllur án flatar er eins og skautasvell án íss,“ sagði hann í samtali við France Info og benti á að 15.000 manns starfi á golfvöllum landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Í gær

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varnarmálaráðherra fær blauta tusku í andlitið frá fyrrum samstarfsfélaga á Fox-fréttastofunni

Varnarmálaráðherra fær blauta tusku í andlitið frá fyrrum samstarfsfélaga á Fox-fréttastofunni