fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Stefnir í „öfga“ hækkun hitastigs á norðurheimskautasvæðinu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 16:30

Ísb. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust hefur þú heyrt og/eða lesið um að magn hafíss á norðurheimskautasvæðinu fer minnkandi. Mikið hefur verið fjallað um þetta í fjölmiðlum á síðustu árum.

Vísindamenn hafa um langa hríð séð að hitastigið á norðurheimskautasvæðinu hækkar hraðar en víðast hvar annars staðar á jörðinni. Raunar tvöfalt hraðar.

En hvað með hitastig sjávar á þessum slóðum? Um þetta var fjallað nýlega á vef Norska ríkisútvarpsins í tengslum við niðurstöður nýrrar rannsóknar sem Marius Årthun, hjá loftslagsdeild Bjerknessenteret, gerði ásamt kínverskum og þýskum vísindamönnum.

Þeir komust að því að efstu 2.000 metrarnir í Norður-Íshafinu hafa hlýnað 2,3 sinnum hraðar en meðal hlýnunin er á heimsvísu.

Mesta hlýnun sjávar í framtíðinni verður í Barentshafi. Þar mun sjávarhitinn hækka um meira en fimm gráður á þessari öld ef ekki tekst að ná tökum á hlýnuninni.

Þetta mun óhjákvæmilega hafa mikil áhrif á allar lífverur sem lifa í og við nyrstu hafsvæði jarðarinnar.

Það er fyrirbæri sem nefnist „Arctic Amplification“ sem veldur því að hitinn á norðurheimskautasvæðinu hækkar meira en annars staðar í heiminum. Til dæmis veldur bráðnun hafíss því að minna sólarljós endurkastast. Það að sólarljósið, sem er orka, endurkastast ekki veldur því að hlýnunin verður enn hraðari. Það veldur því síðan að meiri ís bráðnar og því er um einhverskonar vítahring að ræða.

Marius sagði að þessu til viðbótar streymi meira af heitum sjó frá suðlægum breiddargráðum norður á bóginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú