Maðurinn hefur verið kallaður „Herramaðurinn“ vegna þess hversu vel klæddur hann var. Hann var með ullarbindi, í breskum skóm, frönskum buxum og í blárri langerma skyrtu. Hann var talinn hafa verið 45 til 50 ára þegar hann lést.
The Guardian segir að vísindamenn við Murdoch University í Ástralíu hafi nýlega skýrt frá niðurstöðum rannsóknar sinnar. Þeir segja að maðurinn hafi líklega eytt megninu af lífi sínu í Ástralíu. Þetta byggja þeir á samsætugreiningu á beinum hans.
Mismunandi loftslag, jarðvegur og mannleg hegðun setja sitt mark á líkamsvefi.
Nýlega tókst að kortleggja dna-snið mannsins og vonast vísindamenn að það geti hjálpað til við að komast að hver hann var.