Þær uppgötvuðust síðasta sunnudag á um þriggja kílómetra dýpi. Eitt það dularfyllsta við þær er að þær eru nánast í beinni röð.
Videnskab skýrir frá þessu og segir að nú hafi bandaríska vísindastofnunin NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) boðið almenningi að deila kenningum sínum um hvernig þessar holur hafi myndast.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem holur af þessu tagi finnast á hafsbotni en enn er ekki vitað hvernig þær verða til.
Það má segja að þær líti út fyrir að vera manngerðar en litlar hrúgur af botnlagi við hlið þeirra fá þær til að líta út eins og eitthvað hafi grafið þær.
Holurnar fundust nærri neðansjávareldfjalli norðan við Asoreyjar.