CNN skýrir frá þessu og segir byrjað sé að selja miða í flug á vegum félagsins á milli Abu Dhabi og Moskvu en það hefst 3. október.
Fyrirtækið var stofnað í árslok 2019 en það er dótturfyrirtæki Wizz Air sem er eitt stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu. Það er með bækistöð í Ungverjalandi. Wizz Air á 49% hlut í Wizz Air Abu Dhabi. Ríkisfyrirtækið ADQ á restina.
Wizz á annað dótturfélag, Wizz Air Uk, sem var sett á laggirnar til að mæta vandamálum sem fylgdu útgöngu Breta úr ESB.
CNN segir að samkvæmt tilkynningu frá Wizz Air þá sé Wizz Air Abu Dhabi skráð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og starfi í samræmi við reglur þar í landi og stefnu yfirvalda. Flugfélagið hefji nú áætlunarflug á nýjan leik til Moskvu til að mæta eftirspurn. Einnig bendir félagið á að öll önnur flugfélög í furstadæmunum haldi uppi flugi til Rússlands.
Svo er bara að sjá hvort þetta springi í andlitið á Wizz Air og muni valda félaginu tjóni. Almenningur mun væntanlega ekki gera greinarmun á Wizz Air og Wizz Air Abu Dhabi.