Mike Connelly, slökkviliðsstjóri, skýrði frá þessu á fréttamannafundi. Hann sagði að hugsanlega séu fórnarlömbin fleiri, leit sé ekki lokið á vettvangi. Ekki sé öruggt að fara inn í mörg húsanna.
CNN segir að samkvæmt því sem Connelly hafi sagt þá séu 11 af húsunum 39 óíbúðarhæf. Fá íbúarnir aðstoð frá Rauða krossinum.
Evansville er í um þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Indianapolis.
Lloyd Winnecke, borgarstjóri, birti myndir frá vettvangi á Twitter. Þær sýna vel hversu mikil eyðileggingin er.
Í samtali við WFIE sagði hann að mikil eyðilegging væri á vettvangi og að það muni líklega taka töluverðan tíma að komast að hvað gerðist.
Fulltrúar að minnsta kosti átta stofnana voru á vettvangi í gær og hefja ítarlega rannsókn í dagrenningu í dag.
Ekki er vitað hvað olli sprengingunni.