fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Pressan

Ný gögn í máli Johnny Depp og Amber Heard – Ekki Depp í hag

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 06:04

Johnny Depp og Amber Heard.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er langt frá því að búið sé að setja punktinn aftan við mál Johnny Depp og Amber Heard. Eins og kunnugt er hafði Depp betur í málarekstri gegn Heard fyrr í sumar og var hún dæmd til að greiða honum háar bætur. Nú hafa 6.600 skjöl, sem voru innsigluð, varðandi málið verið gerð opinber. Þau innihalda nýjar upplýsingar um málið og er óhætt að segja að þær séu ekki Depp í hag.

Eftir að dómur hafði fallið í sex vikna löngum réttarhöldunum vildi margt af stuðningsfólki Depp fá betri innsýn í málið og hóf því fjársöfnun til að fá fyrrgreind skjöl gerð opinber. Það tókst fljótlega eftir að mörg þúsund dollurum hafði verið safnað.

Skjölin voru gerð opinber fyrir um mánuði síðan en vöktu litla athygli þar til um síðustu helgi þegar tímaritið Rolling Stone birti grein þar sem farið var yfir innihald skjalanna. Meðal þeirra eru skjöl sem báðir málsaðilar vildu leggja fram við réttarhöldin en fengu ekki.

Rolling Stone segir að skjölin sýni meðal annars að lögmenn Depp hafi reynt að fá dómara til að samþykkja að nektarmyndir af Heard skyldu lagðar fram fyrir dómi og að þeir vildu nota fortíð hennar sem nektardansmey gegn henni.

Johnny Depp í dómsal.

 

 

 

 

 

 

Sms-samskipti á milli Depp og vinar hans, Marilyn Manson, frá 2016 eru nefnd til sögunnar. Þar skafa félagarnir ekki utan af hlutunum þegar þeir ræða um maka sína. Manson kallar þáverandi unnustu sína, Lindsay Usich „Amber 2.0“ og þá svarar Depp „þú átt ekki að sætta þig við þetta“ og „geðveikisleg framkoma er algjörlega ekta, félagi!“

Usich sótti síðar um nálgunarbann á Manson sem hún segir að hafa beitt hana ofbeldi. Hún er ekki eina konan sem hefur sakað hann um slíkt.

Lögmönnum Depp tókst að halda smáskilaboðunum og nær öllu varðandi vinskap hans við Manson utan réttarhaldanna með þeim rökum að Depp ætti ekki að gjalda fyrir slæmt orðspor Manson.

Amber Heard var miður sín þegar hún bar vitni fyrir dómi.

 

 

 

 

 

 

Önnur skilaboð hafa líka vakið athygli. Til dæmis á milli Stephen Deuters, aðstoðarmanns Depp, og Heard. Í þeim „viðurkennir“ Deuters að Depp hafi sparkað í Heard og slegið hana fyrir framan starfsfólk sitt í einkaflugvél 2014.

Lögmenn, sem fylgdust náið með málinu, sögðu við Rolling Stone að þessar upplýsingar hefðu getað haft afgerandi áhrif á niðurstöðu málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Í gær

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 3 dögum

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt