Góðu tíðindin eru að enginn hefur látist af völdum LayV og sjúkdómseinkennin hafa að mestu verið væg, líkjast flensueinkennum.
Talið er að veiran hafi borist í fólk úr snjáldurmúsum.
Í rannsókn, sem var birt í the New England Journal of Medicine á síðasta ári, kemur fram að veiran hafi fyrst greinst í fólki 2019. Nokkur tilfelli hafa greinst á þessu ári.
Daily Mail segir að kínverskir vísindamenn telji að aðeins sé um örfá smit að ræða hjá fólki. Þeir vita ekki enn hvort veiran getur borist á milli fólks.
Algengustu einkennin hjá hinum smituðu voru hiti en nær allir sjúklingarnir fengu hita. Þreyta hrjáði 54%, hósti 50%, lystarleysi 50%, beinverkir 46% og 38% fundu fyrir ógleði. Um 35% glímdu við lifrarvandamál og nýru 8% hættu að starfa eðlilega.
Langya er henipaveira, úr sömu veiruætt (Paramyxoviridae) og Nipah veiran sem verður allt að 75% smitaðra að bana. Hún berst í fólk úr leðurblökum.