Um er að ræða steingervinga af litlum plesiosaur sem fundust við uppgröft í fornum árfarvegi í Marokkó. Plesiosaur er lítil útdautt skriðdýr sem lifði í sjó.
Segja vísindamenn að plesiosaur líkist þeim lýsingum sem hafa komið fram af Loch Ness skrímslinu, stundum kallað Nessie, en því hefur verið lýst sem dýri með langan háls og lítinn haus. Mirror skýrir frá þessu.
Efasemdarfólk hefur alltaf vísað því á bug að plesiosaur eða afkomendur tegundarinnar hafi geta lifað í tugi milljóna ára og hafst við í Loch Ness því plesiosaur var saltvatnsdýr.
En uppgötvunin í Marokkó, sem var gerð í 100 milljóna ára gömlum árfarvegi, bendir til að dýrin hafi lifað í ferskvatni. Það styrkir þá söguna um skrímsli í Loch Ness að mati vísindamanna.