Kaupendurnir eru hjónin Paul Mappley og Yip Ward frá Bretlandi. Þeir eru 48 ára skrúðgarðyrkjumenn. Þeir bjuggu áður í hjólhýsi i Tunbridge Wells í Kent á Englandi því hátt fasteignaverð gerði að verkum að þeir gátu ekki keypt sér fasteign þar.
Þeir hyggjast gera franska þorpið að lúxus sumardvalarstað.
Fjallað var um þetta í þættinum „Help, We Bougtht A Village!“ á Channel 4 nýlega.
Yip sagði að þeir hafi í raun aldrei átt möguleika á að kaupa fasteign í Kent, lágmarksverð fyrir litla eign sé um 50 milljónir. Þeir hafa því alltaf leigt og bjuggu síðast í hjólhýsi sem vinur þeirra á.
Þegar ákveðið var að selja hjólhýsið á síðasta ári þurftu þeir að taka ákvörðun um framtíðina og fyrir valinu varð að kaupa La Busliere eftir að þeir heyrðu um það hjá vini sínum.