Þetta kemur fram á phys.org í umfjöllun um nýja rannsókn á hellunum. Hún leiddi í ljós að bakteríur, sem nefnast chloroflexi, tengjast mörgum öðrum tegundum og gegna mikilvægu hlutverki í samfélagi baktería.
Vísindamennirnir komust einnig að því að þrátt fyrir að bakteríufjölbreytnin væri minni við erfiðustu aðstæðurnar, á jarðhitasvæðum, þá var samspil bakteríanna á þessum svæðum flóknara en annars staðar.
Þetta vakti furðu vísindamannanna sem velta fyrir sér hvort erfið lífsskilyrði skapi örverusamfélög þar sem samspil veranna sé meira og ef svo er, hvað er það þá í þessum erfiðu lífsskilyrðum sem veldur þessu?