Það voru danskir vísindamenn sem gerðu rannsóknina. „Það sem vekur mesta athygli er að neikvæð félagsleg upplifun á unglingsárunum veldur meiri skaða en á fyrstu 1.000 dögum lífs barns,“ hefur TV2 eftir Signe Hald Andersen, prófessor, sem vann að rannsókninni.
Rannsóknin beindist að áhrifum neikvæðrar félagslegrar upplifunar á unglinga og hvernig slík upplifun getur haft áhrif allt lífið. Þetta getur til dæmis verið atvinnuleysi foreldra, afbrot, andleg veikindi og andlát.