Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt IFS þá sé fólk, sem hefur glímt við sjúkdómseinkenni COVID-19 í meira en fjórar vikur, líklegra til að hafa búið í félagslegu húsnæði og þegið opinberar bætur áður en það veiktist.
Fyrri rannsóknir hafa sýnt að konur, miðaldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé líklegra til að glíma við langvarandi COVID-19.