Verrett smitaðist af kórónuveirunni í veislunni og varð mjög veikur. Hann skýrir frá þessu á Instagram.
Þrátt fyrir að vera mjög veikur segir þessi 47 ára sjálfútnefndi shaman að hann hafi neitað að fá meðferð á sjúkrahúsi. „Það áhugaverða er að allir sögð við mig að ég þyrfti að fara á sjúkrahús. Á sjúkrahúsinu var sagt að ég þyrfti að taka öll þessi „efni“. Þau vildu setja mig í öndunarvél og eitthvað svoleiðis. Ég sagði bara „NEI“ því andarnir sögðu að ég „væri með það sem þyrfti til að komast í gegnum þetta““.
Hann segir einnig að það sé sérstök ástæða fyrir að hann smitaðist í fyrsta sinn af kórónuveirunni í tengslum við afmælið. Hann hafði sloppið við smit fram að því þrátt fyrir að hafa oft umgengist smitað fólk.
Hann telur að hann hafi smitast og orðið alvarlega veikur af því að hann er „vinnufíkill“. „Ég er alltaf til staðar fyrir aðra, ég nota alla orku mína í að gefa og gefa af mér,“ segir hann.