Vísindamenn kippast því væntanlega við þegar þeir sjá eitthvað annað á þessum myndum, eitthvað sem passar ekki við hina venjulegu sviðsmynd. Það gerðist einmitt í síðustu viku þegar Perseverance sendi meðfylgjandi mynd til jarðar. Á henni sést undarlegur, krullaður hlutur.
Hann líkist kannski einna helst girni eða bandspotta. Eða er þetta kannski könguló á villigötum? Eða þurrt þang sem sannar í eitt skipti fyrir öll að vatn sé til staðar á Mars?
Nei, ekkert svoleiðis, þótt það hefði nú verið spennandi. Þetta er band úr fallhlífinni sem kom Perseverance heilu og höldnu niður á Mars á síðasta ári að sögn Science Alert.
Líklega hefur bandið fokið fram hjá Perseverance sem náði því þá óvænt á mynd.