fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Hvað er þetta? Dularfullur krullaður hlutur myndaður á Mars

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. júlí 2022 20:45

Þetta stingur nú í stúf við landslagið þarna. Mynd:NASA/JPL-Caltech

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjulegur hlutur fangaði athygli vísindamanna nýlega þegar þeir voru að skoða nýjar myndir frá Marsbílnum Perseverance. Ljósmyndir frá Mars eru alla jafna fallegar og heillandi en kannski einnig svolítið leiðinlegar til lengdar því það er svo sem lítið annað en sand og grjót að sjá á þeim.

Vísindamenn kippast því væntanlega við þegar þeir sjá eitthvað annað á þessum myndum, eitthvað sem passar ekki við hina venjulegu sviðsmynd. Það gerðist einmitt í síðustu viku þegar Perseverance sendi meðfylgjandi mynd til jarðar.  Á henni sést undarlegur, krullaður hlutur.

Hann líkist kannski einna helst girni eða bandspotta. Eða er þetta kannski könguló á villigötum? Eða þurrt þang sem sannar í eitt skipti fyrir öll að vatn sé til staðar á Mars?

Nei, ekkert svoleiðis, þótt það hefði nú verið spennandi. Þetta er band úr fallhlífinni sem kom Perseverance heilu og höldnu niður á Mars á síðasta ári að sögn Science Alert.

Líklega hefur bandið fokið fram hjá Perseverance sem náði því þá óvænt á mynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót