fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Kórónuveiran – Smit af völdum Ómíkron og þrjár bólusetningar veita vernd gegn BA-5

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 08:00

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna hjá dönsku smitsjúkdómastofnuninni, Statens Serum Institut, sýna að fólk hefur góða vernd gegn BA.5 afbrigði Ómíkron ef það hefur smitast af einhverju afbrigði Ómíkron og fengið þrjá skammta af bóluefni.

BA.5 er það afbrigði kórónuveirunnar sem er ráðandi þessa dagana í Danmörku og víðar. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þá veitir það 94% vernd gegn smiti af völdum BA.5 ef fólk hefur áður smitast af einhverju afbrigði Ómíkron og fengið þrjá skammta af bóluefni. Rétt er að hafa í huga að rannsóknin hefur ekki verið ritrýnd.

4.809 manns tóku þátt í rannsókninni. Allir höfðu þátttakendurnir smitast af BA.5 afbrigðinu.

Í samanburðarhópi voru um 164.000 manns.

75% Dana, 18 ára og eldri, hafa fengið þrjá skammta af bóluefni og þriðjungur þjóðarinnar hafði líklega smitast af Ómíkronafbrigði veirunnar þar til í mars á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali