Omar Garcia Harfuch, yfirmaður öryggisdeildar lögreglu borgarinnar, skýrði frá þessu.
Kókaínið fannst í leynilegum hólfum flutningabíla á hraðbraut í útjaðri borgarinnar.
Talið er að efnið hafi komið með skipi frá Kólumbíu til Puerto Escondido sem er í um 12 klukkustunda akstursfjarlægð frá höfuðborginni.
Harfuch sagði að líklega hafi átt að selja hluta af efnunum í Mexíkóborg en restin hafi líklega átt að fara til Bandaríkjanna.