Taívan, sem er austan við Kína, er sjálfstætt ríki að mati landsmanna og er landið með eiginn gjaldmiðil, dómskerfi og pólitískt kerfi.
Kínverjar líta hins vegar á Taívan sem órjúfanlegan hluta af Kína þrátt fyrir að Taívan hafi verið aðskilið frá Kína stjórnarfarslega síðan 1949 þegar borgarastyrjöldinni í Kína lauk.
Heræfingar Taívana hófust á mánudaginn og lýkur á föstudaginn.
Tsai Ing–wen, forseti Taívan, hefur lofsamað „staðfestu“ taívanska hersins en hún var viðstödd æfingar í gær þar sem skip, flugvélar og flugskeyti komu við sögu. Markmiðið var að takast á við „flota óvinaskipa“.
Kínverjar hafa látið heyra reglulega í sér og hafa gert vart við sig nærri Taívan síðan Tsai Ing–wen var kjörin forseti. Hún hefur staðið fast á þeirri skoðun sinni að Taívan tilheyri ekki Kína.
William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefur sagt að Kínverjar séu staðráðnir í að gera árás á Taívan.