fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Óttast að Kínverjar sæki innblástur til Rússa – Æfa viðbrögð við árás

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 20:00

Taívanskar F-16 vélar. Mynd: EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa dagana stendur umfangsmikil heræfing yfir á og við Taívan þar sem her landsins æfir viðbrögð við árás Kínverja af sjó. Taívanar óttast að Kínverjar muni ráðast á eyjuna og sækja innblástur til innrásar Rússa í Úkraínu.

Taívan, sem er austan við Kína, er sjálfstætt ríki að mati landsmanna og er landið með eiginn gjaldmiðil, dómskerfi og pólitískt kerfi.

Kínverjar líta hins vegar á Taívan sem órjúfanlegan hluta af Kína þrátt fyrir að Taívan hafi verið aðskilið frá Kína stjórnarfarslega síðan 1949 þegar borgarastyrjöldinni í Kína lauk.

Heræfingar Taívana hófust á mánudaginn og lýkur á föstudaginn.

Tsai Ingwen, forseti Taívan, hefur lofsamað „staðfestu“ taívanska hersins en hún var viðstödd æfingar í gær þar sem skip, flugvélar og flugskeyti komu við sögu. Markmiðið var að takast á við „flota óvinaskipa“.

Kínverjar hafa látið heyra reglulega í sér og hafa gert vart við sig nærri Taívan síðan  Tsai Ingwen var kjörin forseti. Hún hefur staðið fast á þeirri skoðun sinni að Taívan tilheyri ekki Kína.

William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefur sagt að Kínverjar séu staðráðnir í að gera árás á Taívan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?