Í gær voru niðurstöður tveggja nýrra rannsókna um uppruna veirunnar birtar í vísindaritinu Science og er niðurstaða þeirra skýr. Veiran átti upptök sína á dýramarkaði í Wuhan, ekki í rannsóknarstofu. Enn einu sinni er því búið að ýta kenningunni um að veiran hafi átt upptök sín á rannsóknarstofu, út af borðinu.
Í annarri rannsókninni var landfræðilegt mynstur faraldursins á fyrstu mánuðum hans kortlag. Þar kemur skýrt fram að fyrstu tilfellin tengdust Huanan markaðnum í Wuhan náið.
Hin rannsóknin sýnir að ólíklegt sé að veiran hafi verið byrjuð að dreifa sér meðal fólks fyrir nóvember 2019.
Rannsóknirnar hafa verið ritrýndar og nú birtar í Science.
Niðurstöður þeirra eru að það sé „einfaldlega ekki líklegt að veiran hafi komið fram á sjónarsviðið á annan hátt en í viðskiptum með dýr á markaðnum í Wuhan“. Þetta sagði Michael Worobey sem vann að rannsóknunum. Hann segir að veiran hafi komið fram á sjónarsviðið á markaðnum og hafi dreift sér út frá honum.