fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Nýjar rannsóknir – Hér átti heimsfaraldur kórónuveirunnar upptök sín

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 07:00

Kórónuveiran er talin hafa átt upptök í Wuhan í Kína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmsar kenningar hafa verið á lofti um uppruna kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Ein af umtöluðustu og vinsælustu kenningunum er að hún hafi verið búin til á rannsóknarstofu í Wuhan í Kína þar sem veiran kom fyrst fram á sjónarsviðið.

Í gær voru niðurstöður tveggja nýrra rannsókna um uppruna veirunnar birtar í vísindaritinu Science og er niðurstaða þeirra skýr. Veiran átti upptök sína á dýramarkaði í Wuhan, ekki í rannsóknarstofu. Enn einu sinni er því búið að ýta kenningunni um að veiran hafi átt upptök sín á rannsóknarstofu, út af borðinu.

Í annarri rannsókninni var landfræðilegt mynstur faraldursins á fyrstu mánuðum hans kortlag. Þar kemur skýrt fram að fyrstu tilfellin tengdust Huanan markaðnum í Wuhan náið.

Hin rannsóknin sýnir að ólíklegt sé að veiran hafi verið byrjuð að dreifa sér meðal fólks fyrir nóvember 2019.

Rannsóknirnar hafa verið ritrýndar og nú birtar í Science.

Niðurstöður þeirra eru að það sé „einfaldlega ekki líklegt að veiran hafi komið fram á sjónarsviðið á annan hátt en í viðskiptum með dýr á markaðnum í Wuhan“. Þetta sagði Michael Worobey sem vann að rannsóknunum. Hann segir að veiran hafi komið fram á sjónarsviðið á markaðnum og hafi dreift sér út frá honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist