fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Nágrannaerjur enduðu með ósköpum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 07:40

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa eflaust látið nágranna sína fara í taugarnar á sér á einhverjum tímapunkti og bölvað þeim í sand og ösku. En sem betur fer gerist ekki oft að málin þróist á svo alvarlegan hátt eins og gerðist í Lemvig í Danmörku í gærkvöldi.

Þá ákvað 54 ára karlmaður að rétt væri að slá garðinn klukkan 21.30. Áttræður nágranni hans var ekki sáttur við þetta og bað hann um að hætta þessu. Það væri orðið áliðið og barnafjölskyldurnar í húsinu þyrftu ró. TV Midtvest skýrir frá þessu.

Þessi orð hins áttræða reittu yngri manninn svo mikið til reiði að hann hljóp upp í íbúð hans og öskraði á hann og hafði í hótunum. Eldri maðurinn náði sér í hníf vegna þess hversu æstur yngri maðurinn var.

Það varð ekki til að róa þann yngri og hann fór og sótti sér nokkra hnífa og byrjaði síðan að stinga gamla manninn. Hann stakk hann í tá og fætur. Gamli maðurinn hringdi í lögregluna sem kom fljótleg á vettvang. Þá var yngri maðurinn farinn af vettvangi en hann var handtekinn skömmu síðar ekki fjarri húsinu.

Hann hafði greinilega ekki áhuga á að ræða við lögregluna því hann sló til lögreglumanna. Það kom ekki í veg fyrir að hann væri handtekinn og í kjölfarið gerði lögreglan húsleit heima hjá honum. Þar fundust tvær skammbyssur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð