Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, var ekki að skafa utan af hlutunum þegar hann ræddi um eldinn og aðrar náttúruhamfarir víða um heim: „Við sjáum neyðarástand á heimsvísu og staðan versnar mun hraðar en spáð hafði verið. Við neyðumst til að gera eitthvað. Þetta ætti að opna augu fólks um allan heim. Framtíð siðmenningarinnar er í húfi.“