fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Stór skógareldur í Yosemite nálgast þjóðgarðinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. júlí 2022 06:13

Slökkviliðsmenn berjast við eldinn nærri Yosemite. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór skógareldur, sem hefur fengið nafnið „Oak Fire“ nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn í Kaliforníu. Eldurinn hefur færst mjög í aukana og stækkað og stækkað og er nú orðinn einn stærsti skógareldurinn sem upp hefur komið í heiminum það sem af er þessu ári.

Eldurinn kom upp á föstudaginn og enn hefur ekki tekist að ná tökum á honum. Í gærmorgun, að staðartíma, náði hann yfir svæði á stærð við hálfa Parísarborg. Yfirvöld segja eldinn „sprengifiman“. Hann kviknaði í kjölfar methita og þurrka. Ekki er vitað hvað kveikti hann en verið er að rannsaka það.

Þyrlur og jarðýtur hafa verið notaðar í baráttunni við eldinn og um 2.000 slökkviliðsmenn berjast við hann. Mörg hús hafa orðið eldinum að bráð og rúmlega 6.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og mörg þúsund manns bíða eftir að þurfa hugsanlega að yfirgefa heimili sín.

Gavin Newsom, ríkisstjóri, lýsti í gær yfir neyðarástandi í Mariposa en þar nær skógareldurinn nú yfir rúmlega 63 ferkílómetra svæði.

Yfirvöld segja að hitinn á svæðinu hafi verið um 40 gráður síðustu daga og því hafi eldurinn breiðst út með ógnarhraða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Í gær

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 3 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið