fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Pressan

Hörmulegt slys – Gat opnaðist á botni sundlaugar og tveir menn soguðust niður

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. júlí 2022 21:00

Frá vettvangi. Mynd:Ísraelsk yfirvöld

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis á fimmtudaginn var ísraelskt fyrirtæki með starfsmannaveislu í Karmei Yosef. Þetta átti að vera dagur gleði, sundlaugarpartý og góðar veitingar. En á augabragði breyttist veislan í harmleik.

Botninn í sundlauginni lét undan og upptökur sýna að bæði fólk og munir soguðust niður í laugina og niður á botn hennar. BBC og Times of Israel skýra frá þessu.

„Ég sá tvær manneskjur sem hurfu bara,“ sagði einn sjónarvottur.

um 50 manns voru í veislunni og af þeim voru 6 í lauginni þegar botninn gaf sig. Á aðeins nokkrum sekúndum hrundi jarðvegurinn undan lauginni og stórt gat myndaðist á botni hennar.

Tveir soguðust niður með vatninu. 34 ára karlmanni tókst að komast upp úr holunni af sjálfsdáðum. Hann meiddist lítils háttar. 32 ára karlmaður lést hins vegar. Hann sogaðist niður í 13 metra djúpa holu og fannst ekki fyrr en fjórum klukkustundum eftir að hann hvarf.

Hjón á sjötugsaldri eiga húsið þar sem veislan var haldin. Þau eru grunuð um að hafa komið sundlauginni fyrir án tilskilinna leyfa en á þessu svæði eru  mörg þekkt vandamál með jarðveginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn