fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Vísindin staðfesta að það er hægt að vera „hangry“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. júlí 2022 10:45

Þessi eru líklega hangry. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar styðja að það sé vel hægt að vera „hangry“. En hvað er „hangry“ spyrja sumir eflaust.

Hangry“ hefur verið notað yfir það þegar fólk er reitt og pirrað vegna þess að það er svangt.

Í fréttatilkynningu frá Anglia Ruskin háskólanum kemur fram að niðurstöður nýrrar rannsóknar sýni að það sé vel hægt að vera „hangry“. Videnskab skýrir frá þessu.

Fram kemur að 64 fullorðnir hafi tekið þátt í rannsókninni sem stóð yfir í 21 dag. Þátttakendurnir áttu að svara spurningum, fimm sinnum á dag, um hversu svangir þeir voru og tilfinningar þeirra á sama tíma.

Niðurstaðan var að hægt var að tengja svengd við 37% tilfella pirrings, 34% tilfella reiði og 38% tilfella lítillar nautnar.

Viren Svami, prófessor í félagssálfræði við Anglia Ruskin háskólann og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að það sé gott að tilfinningin að vera „hangry“ sé nú komin á hið vísindalega landakort. „Rannsóknir benda til að það að geta sett merkimiða á tilfinningu hjálpi fólki að hafa stjórn á þeirri tilfinningu. Af þeim sökum geti aukin meðvitund um það að vera „hangry“ dregið úr líkunum á að svengd hafi neikvæð áhrif á tilfinningar og hegðun,“ sagði hún.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Emotion.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“