fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Svona er hægt að gera kraftaverk inni á baðherbergi – Tepokar og sítrónur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. júlí 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kemur að því að þrífa er ekki endilega nauðsynlegt að nota sérstök þrifaefni sem eru gerð úr hinum ýmsu tilbúnu efnum. Það er stundum hægt að nota náttúrulegar afurðir sem sumir eiga heima hjá sér. Þar á meðal eru sítrónur og tepokar.

Ef þú hellir upp á mjög sterkt te, svart te, þar sem þú notar þrjá tepoka þá færðu blöndu sem er að sögn mjög góð til að þrífa baðherbergisspegilinn. Helltu vökvanum í úðabrúsa og úðaðu á spegilinn og þurrkaðu hann síðan með dagblaði. Það ætti að duga til að gera spegilinn tandurhreinan.

Það er aldrei gaman að þrífa baðkarið  en ef þú notar edik og fljótandi sápu ætti það að vera auðveldara en ella. Notaðu uppþvottabursta til að skrúbba baðkarið með þessari blöndu og það ætti að verða hreinna.

Vatnsblettir geta verið ansi sýnilegir á ýmsum flötum inni á baðherbergi en ef þú nuddar þá með sítrónu þá ættu þeir að hverfa strax.

Tannburstaglasið verður oft ansi óhreint en til að hreinsa það sem best er best að stinga því bara í uppþvottavélina!

Þegar kemur að því að þrífa sjálft klósettið er gott að nota edik. Helltu slatta í það og skrúbbaðu það síðan eftir nokkrar mínútur. Það ætti að líta mun betur út að þessu loknu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans