NBC News skýrir frá þessu. Ástæðan fyrir að engin áttaði sig á þessu var að talið var að aðeins væru til tvö afbrigði af nykurrósinni. En fyrir nokkrum árum byrjuðu vísindamenn hjá Royal Botanic Gardens í Kew í Lundúnum að rannsaka hvort hugsanlega væri til ein tegund til viðbótar. Þeir reyndust hafa rétt fyrir sér með það.
Þetta nýuppgötvaða afbrigði verður rúmlega þrír metrar á breidd og getur borið þunga fullorðins karlmanns. Aðalástæðan fyrir að það uppgötvaðist ekki fyrr er að lítið hefur verið um rannsóknir á nykurrósum.
Vitað var að Victoria amazonica og Victoria cruziana voru til en nýja afbrigðið er aðeins frábrugðið og hefur fengið nafnið Victoria boliviana. Öll afbrigðin eru nefnd eftir Victoriu drottningu sem var þjóðhöfðingi þegar plönturnar voru fluttar til Bretlands frá Bólivíu 1852.