fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Ótrúleg uppgötvun – Var fyrir framan nefið á þeim í 177 ár

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. júlí 2022 16:30

Victoria boliviana var fyrir framan nefið á sérfræðingum í 177 ár. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa uppgötvað nýtt afbrigði af nykurrós (vatnalilju). Það er talið vera stærsta afbrigði þessarar plöntu. En það gerir uppgötvunina sérstaklega athyglisverða að plantan var fyrir augum vísindamanna í 177 ár án þess að þeir áttuðu sig á að hér væri um áður óþekkt afbrigði að ræða.

NBC News skýrir frá þessu. Ástæðan fyrir að engin áttaði sig á þessu var að talið var að aðeins væru til tvö afbrigði af nykurrósinni. En fyrir nokkrum árum byrjuðu vísindamenn hjá Royal Botanic Gardens í Kew í Lundúnum að rannsaka hvort hugsanlega væri til ein tegund til viðbótar. Þeir reyndust hafa rétt fyrir sér með það.

Þetta nýuppgötvaða afbrigði verður rúmlega þrír metrar á breidd og getur borið þunga fullorðins karlmanns. Aðalástæðan fyrir að það uppgötvaðist ekki fyrr er að lítið hefur verið um rannsóknir á nykurrósum.

Vitað var að Victoria amazonica og Victoria cruziana voru til en nýja afbrigðið er aðeins frábrugðið og hefur fengið nafnið Victoria boliviana. Öll afbrigðin eru nefnd eftir Victoriu drottningu sem var þjóðhöfðingi þegar plönturnar voru fluttar til Bretlands frá Bólivíu 1852.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana