fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Pressan

Kaffidrykkjufólk á hugsanlega lengra líf fyrir höndum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 23. júlí 2022 09:00

Kaffi er hollt í hóflegu magni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk, sem drekkur kaffi í hóflegu magni, á hugsanlega lengra líf fyrir höndum en þeir sem ekki gera það. Með hóflegu magni er átt við allt að 3 ½ bolla á dag og má jafnvel nota smá sykur út í það.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem hefur verið birt í Annals of Internal MedicineWashington Post skýrir frá þessu.

Vísindamennirnir fylgdust með kaffineyslu og heilsufari 171.616 þátttakanda í um sjö ár. Meðalaldur þeirra var tæplega 56 ár og voru þeir hvorki með krabbamein né hjarta- eða æðasjúkdóma þegar rannsóknin hófst.

Vísindamennirnir komust að því að þeir sem drukku 1 ½ til 3 ½ bolla af kaffi á dag voru í 30% minni hættu á að deyja á rannsóknartímanum af hvaða dánarorsök sem var, þar á meðal úr krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum, en þeir sem drukku ekki kaffi. Ekki skipti máli hvort þátttakendurnir drukku sykrað eða ósykrað kaffi nema hvað sykurmagnið mátti ekki vera meira en ein teskeið á bolla.

Ekki skipti neinu máli hvernig kaffi var drukkið, skyndikaffi, hefðbundið eða koffínlaust. Ekki liggur fyrir hvort það skipti máli hvort fólk noti gervisætuefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“
Pressan
Í gær

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk mann til bana í neðanjarðarlest en verður ekki ákærður

Stakk mann til bana í neðanjarðarlest en verður ekki ákærður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri