fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Leyfði hundinum alltaf að sofa uppi í rúmi hjá sér – Síðan gjörbreyttist allt á augabragði

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. júlí 2022 05:58

Tya Lucas. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tya Lucas elskaði hundinn sinn og það svo mikið að hún leyfði honum að sofa uppi í rúmi hjá sér. Dag einn, eftir að þau höfðu sofið í sama rúminu yfir nóttina, gerðist það sem hún átti enga von á. Hundurinn hennar, Hercules, réðst á hana án aðvörunar og reif „hálfan handlegg af henni“.

Þetta gerðist þann 16. maí síðastliðinn. Tya, sem er 41 árs, var heima hjá sér í Lewisville í Texas ásamt Hercules, sem var Pitbull, auk nýja hvolpsins hennar, Roo. Einnig var vinur hennar, Peter, í húsinu en hann var kominn til að hitta Roo í fyrsta sinn.

Ekki liggur nákvæmlega hvað fór úrskeiðis en skyndilega réðst Hercules á Peter og síðan Tya.

„Hundurinn stökk upp á háls vinar míns og það byrjaði að blæða úr honum. Ég hugsaði bara: „Hver fjandinn“. Hundurinn sat bara fastur á hálsi hans,“ sagði Tya í viðtali við New York Post.

Hún reyndi að aðstoða vin sinn en þá snerist Hercules gegn henni.

„Ég man ekki sérstaklega mikið. Ég man að ég leit niður og kjötið var horfið af handleggnum,“ sagði Tya.

Hercules náði að bíta stóra hluta af hægri handlegg hennar af áður en hann læsti tönnunum í fót hennar og fótlegg. Tya öskraði á hjálp og skömmu síðar komu dóttir hennar og eiginmaður henni til aðstoðar.

Tya Lucas fyrir árásina og liggjandi á sjúkrahúsinu. Mynd:GoFundMe

 

 

 

 

 

Lögregla og sjúkraflutningamenn komu síðan á vettvang. Lögreglumönnum tókst að ná Hercules og Tya var flutt á sjúkrahús. Hún var meðvitundarlaus í nokkra daga og varð að fara í sex aðgerðir vegna áverkanna sem hún hlaut.

Tya veit ekki enn af hverju Hercules réðst á hana og Peter og segir að hann hafi aldrei áður sýnt af sér árásargirni. En eitt og annað bendir til að Hercules hafi gengið í gegnum miklar hremmingar áður en Tya tók hann að sér. Hún fann hann á götu úti fyrir tveimur árum. Þá var hann með fjölda brunabletta eftir sígarettur á líkamanum.

Hercules var aflífaður.

Tya Lucas hlaut alvarlega áverka. Mynd:GoFundMe

 

 

 

 

 

Tya er enn að reyna að jafna sig á afleiðingum árásarinnar og hefur hrundið söfnun af stað á GoFundMe til að greiða læknisþjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta
Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún