Þetta sagði hann á öryggisráðstefnu í Aspen í Colorado í Bandaríkjunum. Hann benti einnig á að innrás Rússa í Úkraínu og reynsla þeirra í stríðinu þar skipti Kínverja máli þegar kemur að útreikningum þeirra á hvenær og hvernig, ekki ef, innrás á Taívan á að eiga sér stað.
AFP skýrir frá þessu. Burns sagði að Kínverjar hafi séð í stríðinu í Úkraínu að „ekki sé hægt að vinna skjótan og afgerandi sigur með her sem er ekki nægilega stór“.
Hann gerði ekki mikið úr vangaveltum um að Xi Jining, forseti Kína, muni láta til skara skríða gagnvart Taívan í kjölfar mikilvægs fundar hjá kínverska kommúnistaflokknum síðar á árinu en sagði að hættan á að Kínverjar beiti hervaldi á Taívan „aukist eftir því sem lengra líður á áratuginn“.
„Ég myndi ekki vanmeta staðfestu Xi í að tryggja kínversk yfirráð yfir hinu sjálfstæða Taívan,“ sagði hann.