Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Center for Militære Studier við Kaupmannahafnarháskóla. Í skýrslunni er kortlagt hvað danska herinn skorti og hvaða vandamálum hann stendur frammi fyrir.
„Ef Rússar myndu ákveða að hernema Danmörku á morgun þá værum við í miklum vanda,“ sagði Jens Wenzel Kristoffersen, hernaðarsérfræðingur, sem gerði skýrsluna. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu.
Skýrslan varpar ljósi á hvernig skortur á hermönnum og hergögnum dregur úr möguleikum Dana á að verjast hugsanlegri árás Rússa. Segir í henni að herinn sé ekki nægilega öflugur og uppfylli ekki markmið NATÓ um styrk og getu.
Danski herinn samanstendur nú af 15.400 starfandi hermönnum og 44.200 manna varaliði. Hann hefur yfir 50 stórskotaliðseiningum að ræða, 44 skriðdrekum, 34 orustuþotum og 23 skipum.