fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Pressan

Stálu eðalsteinum og skartgripum að verðmæti 13,5 milljarða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 21:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eðalsteinum og skartgripum að verðmæti um 100 milljóna dollara, sem svara til um 13,5 milljarða króna, var nýlega stolið þegar ræningjar létu til skara skríða gegn brynvörðum bíl sem flutti verðmætin á milli staða í Kaliforníu.

Sky News skýrir frá þessu og segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafi áhöfn brynvarins verðmætaflutningabíls verið að flytja eðalsteina og skartgripi á milli skartgripaverslana.

Að sögn Brandy Swanson, forstjóra Brink öryggisfyrirtækisins sem á bílinn, þá voru 25 til 30 pokar teknir úr honum. Í þeim var óþekkt magn verðmætra muna.

Tölur um verðmæti þýfisins eru mjög á reki. Samkvæmt því sem 18 fórnarlömb ránsins segja þá er það rúmlega 100 milljónir dollara en talsmaður Brink segir það vera undir 10 milljónum dollara. Í yfirlýsingu frá Brink segir að samkvæmt upplýsingum sem viðskiptavinir létu fyrirtækinu í té áður en þeir sendu munina sé heildarverðmæti þeirra undir 10 milljónum dollara.

Fyrirtækið segist vinna með lögreglunni að rannsókn málsins og muni bæta viðskiptavinum sínum það tjón sem þeir urðu fyrir í samræmi við samninga þeirra.

Swanson sagði að þau fyrirtæki sem senda skartgripi á milli sýningarstaða tryggi muni sína venjulega ekki að fullu því þau hafi ekki efni á því. Það skýri þann mun sem er á verðmæti þýfisins miðað við það sem Brink segir og það sem eigendur munanna segi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Voru að leita að stolnum köplum – Gengu inn í sannkallað hryllingshús

Voru að leita að stolnum köplum – Gengu inn í sannkallað hryllingshús
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norðmaður kvartar eftir að ChatGPT hélt því fram að hann hefði myrt börnin sín

Norðmaður kvartar eftir að ChatGPT hélt því fram að hann hefði myrt börnin sín