Ef þetta gerist þá mun það hafa áhrif á matvælaframleiðsluna í ESB. Þetta er niðurstaða skýrslu sem Framkvæmdastjórn ESB birti í gær.
Vísindamennirnir, sem gerðu skýrsluna, komust að þeirri niðurstöðu að 46% af landsvæði ESB sé í hættu á að verða fyrir barðinu á þurrkum í júlí á þessu ári. Þurrkar herja nú þegar á 11% af landsvæði ESB.
Þau lönd, sem glíma við þurrka, þurfa að grípa til „sérstakra aðgerða varðandi vatn og orku“ segir í skýrslunni.
Á mörgum þeim svæðum þar sem þurrkar geisa nú þegar eða eiga á hættu að þurrkar bresti á eru merki um vatnsskort farin að sjást á ræktarlandi og því sem þar er ræktað.
Ástæðan fyrir þurrkunum er að hluta skortur á úrkomu og að hluta að hitabylgjur skulu á mörgum Evrópuríkjum í maí og júní sem verður að teljast óvenjulega snemmt.
Verst er ástandið á Ítalíu. Vatnsmagnið í stærstu ám landsins hefur minnkað mikið. Þau lönd sem eru í aukinni hættu á að verða fyrir barðinu á þurrkum eru Frakkland, vestanvert Þýskaland, Rúmenía, Spánn, Portúgal og sunnanvert Grikkland..
Á Spáni er vatnsmagnið í vatnsbólum um þriðjungi minna en að meðaltali síðustu tíu árin.
Í Portúgal er vatnsmagnið í ám um helmingur þess sem það var að meðaltali síðustu sjö ár.
Í mörgum löndum í Suður-Evrópu herja hitabylgjur, skógareldar og hitinn er yfir 40 gráðum.