Jim Ison, lögreglustjóri, sagði við fjölmiðla að maðurinn væri hetja dagsins. „Hin sanna hetja dagsins er almenni borgarinn, sem var á veitingasvæðinu og var með löglegt vopn, sem gat stöðvað árásarmanninn næstum því um leið og hann byrjaði að skjóta,“ sagði Ison.
Ison sagði að árásarmaðurinn hafi verið einn og hafi verið með riffil og mikið magn skotfæra.
Samtökin Gun Violence Archive segja að það sem af er ári hafi rúmlega 300 fjöldaskotárásir verið gerðar í Bandaríkjunum. Samtökin flokka fjöldaskotárásir sem árásir þar sem fjórir eða fleiri verða fyrir skotum.