Aftonbladet skýrir frá þessu. Segist blaðið hafa heimildir fyrir að stúlkan hafi áður sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun.
Lögregla, sjúkralið og bráðalæknar voru sendir á vettvettvang á laugardagskvöldið og var hlúð að drengnum á vettvangi áður en hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Þar lést hann af völdum áverka sinna.
Í fyrstu var talið að um veikindi hefði verið að ræða en síðan beindist grunur lögreglunnar að stúlkunni og að hún hefði átt hlut að máli. Hún var því handtekin.
Vegna ungs aldurs hennar hefur lögreglan lítið viljað tjá sig um málið annað en að harmleikurinn hafi átt sér stað inni á heimilinu.