fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Segir að Elísabet drottning hafi verið ánægð með fjarveru Meghan

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. júlí 2022 06:07

Meghan Markle ásamt Elísabetu II þegar allt lék í lyndi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Phillip prins, eiginmaður Elísabetar II drottningar, var jarðsettur í apríl á síðasta ári var Meghan Markle, eiginkona Harry prins, ekki viðstödd. Þetta var mikill léttir fyrir drottninguna.

Þetta segir Tom Bower, rithöfundur, í nýrri bók sinni um Meghan, Harry og konungsfjölskylduna og deilur þeirra. Bókin heitir: „Revenge: Meghan, Harry and the war between the Windsors”.

„Guði sé lof að Meghan kemur ekki,“ er drottningin sögð hafa sagt. Dagbladet skýrir frá þessu.

Hin opinbera ástæða fyrir fjarveru Meghan var að hún var gengin sjö mánuði með dóttur þeirra Harry. Harry var viðstaddur útförina. Hann stoppaði aðeins í viku í Bretlandi og vakti það mikla athygli því hann fór heim daginn áður en amma hans, Elísabet II, átti afmæli.

Harry og Meghan dróu sig í hlé í byrjun árs 2020 frá konungsfjölskyldunni og hættu að sinna skyldustörfum fyrir hana. Þau fluttu til Los Angeles og hafa búið þar síðan.

Harry var alltaf mjög vinsæll meðal bresku þjóðarinnar en í kjölfar flutnings hjónanna til Bandaríkjanna breyttist skoðun margra á honum mjög og telja margir hann nú vera helminginn af snobbuðu, bandarísku raunveruleikapari sem gerir út á að vera hluti af bresku konungsfjölskyldunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja