fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Þetta gerist í líkamanum ef þú ert of lengi í sturtu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. júlí 2022 18:00

Skyldi hún gera þessi mistök?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið freistandi að standa undir heitri vatnsbununni í sturtunni og láta hana leika um líkamann. En það er ekki endilega góð hugmynd.

Allir hafa sína eigin rútínu þegar kemur að því að fara í bað eða sturtu. Sumir geta ekki byrjað daginn nema þeir fari fyrst í sturtu en aðrir láta nægja að skola af sér á þriggja til fjögurra daga fresti.

En það eru til réttar og rangar aðferðir þegar kemur að því að fara í bað eða sturtu. Heilbrigðissérfræðingar segja að það sé betra að þvo líkamann of sjaldan en of oft. Þeir segja einnig að ekki eigi að eyða of miklum tíma í baði eða sturtu. CBS New York skýrði frá þessu fyrir nokkrum árum.

Miðillinn hefur eftir Shirley Madhere, lækni, að húð okkar sé þakin góðum bakteríum sem vernda okkur. Ef við stöndum of lengi eða of oft undir heitri vatnsbunu, eða liggjum í heitu vatni, eigum við á hættu að drepa þær að hennar sögn. „Þessar bakteríur og örverur, einnig veirur og sveppir, hjálpa líkama okkar að virka eins og hann gerir,“ er haft eftir henni.

„Ef maður fer of oft í bað eða er of lengi í baði fjarlægir maður þessar góðu bakteríur og það getur haft í för með sér að maður kvefist eða veikist auðveldar,“ sagði hún einnig.

Sérfræðingar ráðleggja fólki að vera ekki lengur en 15 mínútur í sturtu eða baði og þess utan mæla þeir með því að hitinn á vatninu sé lækkaður. Paula Simpson, næringarfræðingur, sagði að ef vatnið sé of heitt og baðferðin taki of langan tíma geti það valdið húðsýkingu og exemi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?