Það eru vísindamenn við Texas háskóla sem gerðu rannsóknina. Þeir notuðust við gervihnattarmyndir af stöðuvötnunum til að meta hversu mikið vatnsmagnið í þeim minnkaði í hverjum mánuði á árunum 1985 til 2018.
Þeir tóku tillit til marga þátta, til dæmis hraða uppgufunar, stærðar vatnanna og breytinga á hitastigi.
Niðurstöðurnar sýna að úr stöðuvötnunum gufar 15,4% meira vatn upp úr en áður var talið. Gang Zhao, einn vísindamannanna, orðaði þetta sem svo að himininn væri „þyrstari“ en nokkru sinni áður. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature.
Hærri hiti og meiri geislar frá sólinni valda því að himininn drekkur vatnssameindir í sig í áður óþekktu magni. Þær dreifast síðan um gufuhvolfið.
Zhao segir að þegar horft sé á málið á heimsvísu sé ekki útilokað að uppgufunin sé meiri samanlögð notkun á vatni á heimilum og í iðnaði.
Þetta getur valdið því að minna vatn verður í stöðuvötnunum og þau verða þá viðkvæmari fyrir mengun. Landbúnaður getur einnig orðið fyrir áhrifum af þessu því erfiðara verður að útvega nóg vatn til vökvunar