fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Ný rannsókn – Menn og kolkrabbar líkjast erfðafræðilega

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. júlí 2022 09:00

Kolkrabbar eru mjög greindir. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur lengi verið vitað að kolkrabbar eru mjög greindir. Þeir eru svo greindir að þeim hefur verið líkt við spendýr hvað varðar vitsmuni, þrátt fyrir að þeir séu allt öðruvísi en spendýr.

Vísindamenn telja sig nú hafa fundið ákveðin líkindi með kolkröbbum og mönnum og telja að þetta geti skýrt hina miklu greind kolkrabba.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá rannsóknarhópnum Stazione Zoologica Anton Dohrn í Napólí á Ítalíu. Rannsókn hópsins hefur verið birt í vísindaritinu BMC Biology.

Niðurstöður hennar sýna að tvær tegundir kolkrabba eru með sama erfðaefnið ,sökkul (transposon), og er að finna í mannsheila.

Vísindamennirnir segja að fyrri rannsóknir hafi sýnt að rúmlega 45% af erfðaefni manna sé byggt á sökklum en þeir hafa verið kallaðir „hoppandi gen“. Þetta viðurnefni er tilkomið vegna þess að þau geta fært sig til í erfðamenginu, eru hreyfanleg gen, og myndað aðrar stökkbreytingar.

Stærsti hlutinn af þessum „hoppandi genum“ er þó óvirkur en meðal þeirra mikilvægustu í þessum hópi eru sökklarnir í svokallaðri LINE-fjölskyldu að sögn vísindamannanna. Þeir segja að þessir sökklar geti enn verið virkir í mönnum.

Vísindamennirnir segja að margir vísindamenn telji að LINE sökklarnir tengist hugrænni getu, á borð við að geta lært og munað, hjá mönnum. Það vakti því áhuga þeirra þegar þeir fundu hluta af LINE-fjölskyldunni í þeim hluta heila kolkrabba sem skiptir öllu fyrir hugræna getu þeirra.

Videnskab segir að Giuseppe Petrosino, einn vísindamannanna, segi að þessi líkindi á milli manna og kolkrabba geti verið „heillandi dæmi um samleitna þróun“. Það  er fyrirbæri þar sem sama sameindaferlið þróast, sem svar við sömu þörfinni, í tveimur fjarskyldum tegundum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð