fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Læknir varar við – Segir að kórónuveiran sé að verða „of snjöll“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. júlí 2022 06:08

Það eru til margar veirur, mishættulegar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr David Nabarro, sérstakur útsendari Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO varðandi heimsfaraldur kórónuveirunnar, hvetur fólk til að „virða veiruna“ og segir að enn sé mikilvægt að fara varlega.

Hann lét þessi ummæli falla í samtali við Sky News og sagði einnig að smitum af völdum veirunnar fari nú fjölgandi vegna þess að veiran þróist sífellt og sé að verða „of snjöll“.

Samkvæmt nýjum gögnum, sem voru birt á miðvikudaginn, eru það BA.4 og BA.5 afbrigði Ómíkron sem eru útbreiddust í Bretlandi þessa dagana en þar hefur smitum fjölgað mikið að undanförnu. Lord Kamall, heilbrigðisráðherra, hefur varað við því að hugsanlega þurfi að grípa til sóttvarnaaðgerða á nýjan leik ef faraldurinn fer að ganga nærri heilbrigðiskerfinu.

Í samtali við Sky News sagði Nabarro að kórónuveiran sé fær um að þróast og breytast í sífellu: „Ástæðan fyrir aukningu smita er að hún hefur breyst enn einu sinni og er orðin of snjöll fyrir okkur. Hún getur komist fram hjá ónæmisvörnum okkar og þess vegna fjölgar smitum.“

Hann sagði að það eigi einnig sinn þátt í þessu að fólk umgangist nú fleiri en áður og fari ekki nógu varlega, til dæmis með því að nota andlitsgrímur.

„Mitt ráð til allra er að veiran er ekki horfin af sjónarsviðinu, hún verður ekki svo mörgum að bana en hún er mjög óþægileg, sérstaklega ef þú færð langvarandi COVID-19. Jafnvel þótt okkur líki það ekki þá verðum við að halda áfram að bera virðingu fyrir þessari veiru,“ sagði hann.

Hann lofsamaði einnig árangurinn af bóluefnunum gegn veirunni og hvatti fólk til að tryggja að það sé bólusett samkvæmt ráðleggingum yfirvalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti