The Guardian segir að þurrkarnir hafi mikil áhrif á hrísgrjónarækt en grjón, sem eru notuð í rísottó, eru ræktuð á norðanverðri Ítalíu. Auk þess er ólífurækt í hættu sem og tómatræktun.
Margir innflytjendur reikna með að verð á tómötum og hrísgrjónum muni hækka um allt að 50% og reyna því að finna nýja birgja.
Bændur í Pódal, þar sem arborio hrísgrjón, sem eru notuð í rísottó, eru ræktuð hafa varað við „miklum uppskerubresti“ vegna þurrkana.
Sumir sérfræðingar reikna með að ólífuolíuframleiðsla muni dragast saman um 20 til 30% miðað við síðasta ár. Ekki bætir það ástandið að spænskir bændur reikna með 15% minni framleiðslu í ár en á síðasta ári en þeir glíma einnig við mikla þurrka.