fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Pressan

Þurrkar á Ítalíu ógna tómata- og hrísgrjónarækt og ólífuolíuframleiðslu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 18:00

Ólífuolíuframleiðsla hefur dregist saman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklir þurrkar hafa herjað á norðurhluta Ítalíu undanfarna mánuði og hafa íbúar á svæðinu ekki glímt við svona slæma þurrka í 70 ár. Reiknað er með að þurrkarnir muni hafa mjög alvarleg áhrif á landbúnað á svæðinu og að verð á ýmsum landbúnaðarafurðum þaðan muni hækka um allt að 50%.

The Guardian segir að þurrkarnir hafi mikil áhrif á hrísgrjónarækt en grjón, sem eru notuð í rísottó, eru ræktuð á norðanverðri Ítalíu. Auk þess er ólífurækt í hættu sem og tómatræktun.

Margir innflytjendur reikna með að verð á tómötum og hrísgrjónum muni hækka um allt að 50% og reyna því að finna nýja birgja.

Bændur í Pódal, þar sem arborio hrísgrjón, sem eru notuð í rísottó, eru ræktuð hafa varað við „miklum uppskerubresti“ vegna þurrkana.

Sumir sérfræðingar reikna með að ólífuolíuframleiðsla muni dragast saman um 20 til 30% miðað við síðasta ár. Ekki bætir það ástandið að spænskir bændur reikna með 15% minni framleiðslu í ár en á síðasta ári en þeir glíma einnig við mikla þurrka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan var kölluð út vegna innbrots – Leystu sjö ára gamalt mál í kjölfarið

Lögreglan var kölluð út vegna innbrots – Leystu sjö ára gamalt mál í kjölfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullur leiðangur – Lenti eftir 434 daga í geimnum

Dularfullur leiðangur – Lenti eftir 434 daga í geimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún er 108 ára og starfar enn sem rakari

Hún er 108 ára og starfar enn sem rakari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Líksnyrtir svívirti lík dæmds kynferðisglæpamanns

Líksnyrtir svívirti lík dæmds kynferðisglæpamanns
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum