The Guardian segir að afbrigðið hafi nú þegar greinst í um 10 ríkjum, þar á meðal á Indlandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi og Kanada.
Afbrigðið greindist fyrst á Indlandi í byrjun maí. Síðan hefur smitum af þess völdum fjölgað mikið þar í landi, hraðar en af völdum BA.5 afbrigðisins sem er mjög smitandi. BA.5 er á góðri leið með að ryðja BA.2 afbrigðinu úr vegi sem útbreiddasta afbrigði veirunnar í mörgum ríkjum.
Evrópska smitsjúkdómastofnunin (ECDC) lýsti því yfir 7. júlí að „fylgst sé með afbrigðinu“ en það þýðir að vísbendingar séu um að það sé hugsanlega meira smitandi en önnur afbrigði og valdi hugsanlega alvarlegri veikindum. En það vantar betri upplýsingar um það og betri greiningu á þeim gögnum sem fyrir liggja.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO fylgist nú þegar vel með afbrigðinu en Dr Soumya Swaminathan, hjá WHO, segir að enn liggi ekki fyrir nægilega miklar upplýsingar svo hægt sé að skera úr um hversu skeinuhætt afbrigðið er.