Justin Trudeau, forsætisráðherra, segir að með þessu sé verið að takmarka fjölda skammbyssna í landinu. Reiknað er með að frumvarpið verði að lögum í haust. The Guardian skýrir frá þessu.
Ríkisstjórnin er nú þegar með áætlanir um að banna 1.500 tegundir árásarvopna. Þar undir falla til dæmis AR-15 rifflar. Verður eigendum þeirra boðin greiðsla fyrir að skila þeim inn til yfirvalda. Trudeau sagði að ef einhver vilji eiga árásarvopnið sitt áfram verði að gera það algjörlega óvirkt.
Ríkisstjórnin hefur lengi haft í hyggju að herða lög og reglur varðandi skotvopn en hefur nú hraðað þessum áætlunum sínum í kjölfar fjöldamorða í Uvalde í Texas og Buffalo í New York í maí.