fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Hneykslismál skekur dönsku yfirstéttina – Krónprinshjónunum er illa brugðið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. maí 2022 07:02

Frederik krónprins og Mary krónprinsessa með börnum sínum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni sýndi danska sjónvarpsstöðin TV heimildarmyndina „Herlufsholms Hemmeligheder“. Myndin fjallar um einkaskólann Herlufsholm sem er heimavistarskóli á Sjálandi. Þetta þykir einn fínasti skóli Danmerkur og þar stunda börn efnafólks nám og einnig er prins Christian, sonur Frederik krónprins, nemandi þar. Systir hans, Isabella, á að hefja nám þar að loknu sumarleyfi.

Mörgum Dönum er illa brugðið eftir sýningu þáttarins og þar eru krónprinshjónin engin undantekning.

Í þættinum er skýrt frá mörgum dæmum um ofbeldi og árásir í skólanum. Það eru nemendur skólans sem voru þar að verki og hefur þetta viðgengist áratugum saman.

Krónprinshjónin sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna málsins þar sem þau sögðu að þeim, sem foreldrum nemanda við skólann, væri illa brugðið vegna þess sem fram kemur í myndinni. „Það nístir í hjartastað að heyra um kerfisbundið einelti og þá ofbeldismenningu sem margir hafa verið hluti af. Þetta er algjörlega óásættanlegt,“ segir meðal annars í yfirlýsingu þeirra.

Þau segjast einnig vænta þess að skólinn tryggi að þar séu allir nemendur öruggir og muni þau fylgjast með þeim breytingum sem greinilega sé þörf á að verði í skólanum.

Í myndinni er rætt við á fimmta tug fyrrum nemenda við skólann. Sumir segjast hafa verið ánægðir með skólagöngu sína en aðrir lýsa menningu þar sem eldri nemendur beittu þá yngri ofbeldi, til dæmis barsmíðum í svefnsal skólans að næturlagi. Einnig er skýrt frá dæmum þar sem einelti og kynferðisbrot áttu sér stað.

Í nóvember á síðasta ári voru fjórir nemendur reknir úr skólanum eftir að upptökur af ofbeldisverkum þeirra í skólanum fóru á flakk.

Mikkel Kjellberg, skólastjóri, hefur látið hafa eftir sér að hann kannist ekki við þá ofbeldismenningu sem er dregin upp í myndinni. En á miðvikudaginn tilkynnti skólinn að óháðir lögfræðingar verði nú fengnir til að rannsaka málið.

Skólinn hefur lengi haft orð á sér fyrir að vera skóli þar sem harðneskja ræður ríkjum. Það eru börn dönsku elítunnar sem stunda nám þar og byggist skólahaldið og lífið þar á venjum og helgisiðum sem hafa orðið til á þeim 450 árum sem hann hefur starfað.

Tæplega 600 nemendur stunda nám í skólanum en þar er boðið upp á nám á grunnskólastigi og einnig menntaskólastigi.

Ekstra Bladet hafði eftir Frederik krónprins í gær að enn væri of snemmt að íhuga hvort skólinn sé rétti staðurinn fyrir Christian prins sem gengur næstur föður sínum í erfðaröðinni að dönsku krúnunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu