fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Pressan

Ófagrar lýsingar tvíburanna – „Eins og stunda kynlíf með afa sínum“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. mars 2022 05:46

Kristina, Hefner og Karissa. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar tvíburasysturnar Kristina og Karissa Shannon voru 18 ára hittu þær Hugh Hefner, eiganda Playboy, í fyrsta sinn. Skömmu síðar hófst áralöng martröð þeirra systra.

Systurnar tóku þátt í keppni þar sem þær voru valdar til að sitja fyrir á hinu fræga dagatali Playboy. Í kjölfarið bauð Hefner þeim í Playboyhöllina, Playboy Mansion. People skýrir frá þessu.

Fram kemur að systurnar hafi ekki vitað hvaða væntingar Hefner gerði sér um þær og heimsókn þeirra en hún endaði með 18 mánaða langri martröð. Þær hittu hann nokkrum sinnum þar til þær urðu 19 ára en á afmælisdaginn braut hann á þeim kynferðislega í fyrsta sinn. Þá bauð hann þeim upp í svefnherbergið sitt og bauð þeim upp á taugalyf sem gerði að verkum að þær fundu fyrir miklum áhrifum og það slaknaði mjög á líkama þeirra.  Þá hófst kynferðisofbeldið.

„Fyrst ýtti hann höfði okkar virkilega fast niður að lim sínum svo við neyddumst til að veita honum munngælur,“ sagði Karissa og systir hennar, Kristina, bætti við: „Við höfðum aldrei farið í trekant áður saman og langaði ekki til þess. Reyndu svo að ímynda hvernig skjálfandi og gömul hönd hans snertir brjóstið þitt. Þetta er eins og að stunda kynlíf með afa sínum.“

Þær sögðu að þetta kvöld hafi markað upphafið að langri martröð. Þær þorðu ekki að yfirgefa Playboyhöllina af ótta við að það myndi binda enda á frama þeirra.

Þær sögðust hafa verið heppnar því þær hafi „bara“ verið neyddar til að stunda kynlíf með Hefner tvisvar til viðbótar. Hefner hafi haft svo margar konur til að velja úr þegar kom að kynlífi.

„Í hvert sinn sem ég var með honum var það ofbeldi. Í mínum huga var kynlífið nauðgun,“ sagði Karissa.

Báðar sögðu þær að sambandið við Hefner hafi verið ótrúlega erfitt andlega. „Hann hafði svo mikla stjórn og vald yfir manni. Það var eins og maður væri í sértrúarsöfnuði. Maður missti allt við að ganga í hann og var skilin eftir ónýt,“ sögðu systurnar.

Þær eru ekki þær einu sem hafa stigið fram og skýrt frá ofbeldi af hálfu Hefner. Í heimildarmyndaþáttaröðinni „Secret of Playboy“ er Hefner meðal annars sakaður um að hafa neytt konur til að taka kókaín eða önnur vímuefni til að þær yrðu „meðfærilegri“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón