TV2 skýrir frá þessu og segir að lögreglan hafi verið kölluð að heimilinu í nótt til að aðstoða heilbrigðisstarfsfólk og hafi lögreglumenn verið komnir þangað klukkan 01.40.
Ákveðnar aðstæður komu upp á vettvangi sem urðu til þess að lögreglumenn skutu á manninn en þá ók hann hjólaskóflu.
Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.
Lögreglumennina sakaði ekki.
Rannsókn er hafin á málinu og annast sérstök rannsóknarnefnd hana.