BBC segir að nú þurfi ekki að framvísa neikvæðri niðurstöðu sýnatöku til að geta notað almenningssamgöngur, farið á veitingastað eða í líkamsrækt og fleiri opinbera staði.
Sjúklingar með væg einkenni geta framvegis látið duga að vera í einangrun heima við í staðinn fyrir að fara í sérstaka einangrunarstöð.
Financial Times segir að í kjölfar tilslakananna geti allt að ein milljón Kínverja látist af völdum veirunnar í vetur í smitbylgju af óður óþekktri stærðargráðu. Hún muni sliga heilbrigðiskerfi landsins.
Frá upphafi heimsfaraldursins hafa Kínverjar lagt áherslu á að aðferðafræði þeirra sé mun betri en sú sem var notuð á Vesturlöndum því fáir hafi látist af völdum veirunnar í landinu.
Að mati sérfræðinga eru Kínverjar viðkvæmir fyrir tilslökun á sóttvarnaaðgerðum því hlutfallslega fáir hafa smitast og því lítið um náttúrulegt ónæmi. Auk þess er hlutfall bólusettra ekki mjög hátt nema í elstu aldurshópunum.