Til að jólin teljist hvít á landsvísu verður að vera að minnsta kosti 0,5 cm snjólag yfir 90% af landinu síðdegis á aðfangadag.
Það er ekki oft sem jólin eru hvít í Danmörku, það er að segja á landsvísu, en frá því að veðurathuganir hófust 1874 hefur það aðeins gerst tólf sinnum, síðast 2010.
Samkvæmt langtímaspám þá er ekki annað að sjá en jólin verði hvít og að kuldi verði viðvarandi. Ein bandarísk langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu aðfaranótt aðfangadags og gleður það eflaust marga að eiga jafnvel von á að vakna upp við hvíta jörð á aðfangadagsmorgun.