fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Dánarbú Jeffrey Epstein þarf að greiða Bandarísku Jómfrúaeyjum 15 milljarða

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. desember 2022 19:00

Jeffrey Epstein

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dánarbú barnaníðingsins Jeffrey Epstein þarf að greiða Bandarísku Jómfrúaeyjum sem svarar til 15 milljarða íslenskra króna í bætur. Sátt náðist um bótagreiðsluna en yfirsaksóknari eyjanna stefndi dánarbúinu.

Stefnan byggðist á að Epstein hafi notað eyjurnar sem miðstöð fyrir umfangsmikið mansal, sölu á konum í vændi.

NBC News hefur eftir Denise N. George, yfirsaksóknara, að með þessum málalokum séu skýr skilaboð send til umheimsins um að Bandarísku Jómfrúaeyjar séu ekki staður þar sem sé hægt að stunda mansal eins og ekkert sé.

Í málshöfðuninni kom fram að Epstein hafi flutt stúlkur allt niður í 12 ára gamlar til húss hans á eyjunni Little Saint James en hún er hluti af eyjaþyrpingunni. Þar hafi þær verið beittar kynferðislegu ofbeldi.

Lögmaður dánarbúsins sagði að sáttinn sé ekki viðurkenning á ábyrgð eða sekt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn