Stefnan byggðist á að Epstein hafi notað eyjurnar sem miðstöð fyrir umfangsmikið mansal, sölu á konum í vændi.
NBC News hefur eftir Denise N. George, yfirsaksóknara, að með þessum málalokum séu skýr skilaboð send til umheimsins um að Bandarísku Jómfrúaeyjar séu ekki staður þar sem sé hægt að stunda mansal eins og ekkert sé.
Í málshöfðuninni kom fram að Epstein hafi flutt stúlkur allt niður í 12 ára gamlar til húss hans á eyjunni Little Saint James en hún er hluti af eyjaþyrpingunni. Þar hafi þær verið beittar kynferðislegu ofbeldi.
Lögmaður dánarbúsins sagði að sáttinn sé ekki viðurkenning á ábyrgð eða sekt.