fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Titringur vegna nýrrar þáttaraðar Harry og Meghan – „Þau ætla að sprengja alla stofnunina og alla í henni í loft upp“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. desember 2022 07:50

Harry og Meghan eru í sviðsljósinu þessa dagana. Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun hefst næsti kafli í sápuóperunni um bresku konungsfjölskylduna. Þá hefjast sýningar á nýrri sex þátta heimildarmyndaþáttaröð hjá Netflix en þættirnir fjalla að stórum hluta um Harry prins og eiginkonu hans, Meghan.

Breskir fjölmiðlar segja að breska hirðin búi sig nú undir erfiða tíma og að verða dregin niður í svaðið þegar sýning þáttanna hefst.

Miðað við stiklurnar úr þáttunum þá verður þáttaröðin beinlínis stríðsyfirlýsing gegn konungsfjölskyldunni að mati breskra fjölmiðla.

„Það verður þörf fyrir loftvarnarbyrgi í Buckingham Palace, því þetta verður ljótt. Þau ætla að sprengja alla stofnunina og alla í henni í loft upp,“ skrifaði Hilary Rose í Times eftir að hafa séð stiklurnar.

Stiklurnar sýna að í þáttunum verður rætt um rasisma og óheiðarlegar aðferðir, til dæmis að leka sögum til fjölmiðla. „Þetta er óheiðarlegur leikur. Ég var skíthræddur. Ég vildi ekki að sagan myndi endurtaka sig. Enginn veit allan sannleikann. Við vitum allan sannleikann,“ segir Harry í stiklunum um leið og myndir af móður hans, Díönu prinsessu, renna yfir skjáinn.

Breskir fjölmiðlar reikna með að þættirnir muni eitra samband Harry og Vilhjálms, bróður hans, enn frekar. Þeir voru mjög nánir hér áður fyrr en talast ekki við núna og hafa ekki gert um langa hríð.

Það eru miklir peningar í spilinu en Sky News telur að samningar Harry og Meghan við Netflix og Spotify færi þeim sem nemur tæplegum tveimur milljörðum íslenskra króna í vasann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“